Fara í efni

Spurt & svarað

Verð

Hvað kostar að aka í gegnum Vaðlaheiðargöng?

Eru afsláttarkjör í boði?

Skráðum notendum bjóðast afsláttarkjör. Hægt er að kaupa 10, 40 eða 100 ferðir fyrirfram fyrir ökutæki 3500 kg. og undir. Því fleiri ferðir sem eru keyptar, þeim mun lægri upphæð greiðist fyrir hverja ferð.

Ekki er hægt að kaupa fyrirframgreiddar ferðir fyrir ökutæki 3501 kg. og þyngri. Skráð ökutæki í þessum þyngdarflokki fá sjálfkrafa 13% afslátt sem er mesti mögulegi afsláttur sem veita má í þessum þyngdarflokki samkv. reglugerð um gjaldtöku af umferð bifreiða. Reglugerð nr. 476/2017

Farið er eftir heildarþyngd ökutækis samkvæmt skráningu hjá Samgöngustofu.

Fyrirframgreiddar ferðir fyrnast ekki. 

Nánar um verð og greiðsluleiðir

Er innheimt aukagjald fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn aftan í fólksbílum undir 3,5 tonnum?

Nei, ekkert aukagjald er innheimt fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn.

Er innheimt aukagjald fyrir tengivagna við flutningabíla?

Nei, aukagjald fyrir tengivagna er ekki innheimt.

 

Hvert er veggjaldið fyrir húsbíla?

Um húsbíla gildir það sama og aðra bíla. Séu þeir undir 3,5 tonnum að þyngd er innheimt sama gjald og fyrir fólksbíla. Farið er eftir skráðri heildarþyngd ökutækja. Ökutækjaskrá Samgöngustofu segir til um þyngd ökutækja.

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?