Þjónustuver Vaðlaheiðarganga er aðeins með netfang vinsamlega sendið póst á veggjald@veggjald.is
Ný verðskrá tekur gildi 3. nóvember 2025 - nánar hér

Fara í efni

Spurt & svarað

Skráning/afskráning

Hvað er leyfilegt að eiga margar fyrirframgreiddarferðir ?

Einungis er hægt að eiga 120 ferðir í einu á hverjum aðgangi

Hvernig virkar mánaðaráskriftin?

 Í mánaðaráskrift greiðir þú fasta upphæð óháð fjölda ferða. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa að mánuði liðnum frá kaupum og þarf að segja upp fyrir endurnýjun.

Ökutæki sem kaupa á áskrift fyrir þarf að vera skráð á þitt "heima svæði".
 
Eingöngu er mánaðaráskrift í boði fyrir fólksbíla (undir 3,5tonn) og gildir ein áskrift fyrir eitt ökutæki.
Ef ökutæki bilar eða er seldur þarf að senda tölvupóst á þjónustuver veggjald@veggjald.is og óska eftir breytingu á ökutæki.

Er kostnaður við skráningu?

Nei, skráning á veggjald.is er án endurgjalds.

Hvernig uppfæri ég greiðslukort ?

Hér eru upplýsingar um það hvernig greiðslukortið er uppfært:

Uppfæra greiðslukort

Fyrst þarf að skrá sig inn á „mitt svæði“ á https://mitt.veggjald.is/login

Velja þarf „greiðslukort“ úr listanum sem er hægra megin á skjánum.

 

Þá kemur þessi valmynd upp 

 

Ef það þarf að skipta alveg um kort þá velur þú ruslafötuna og

samþykkir að eyða kortinu.

 

Smellir á „skrá greiðslukort“

 Setur inn umbeðnar upplýsingar og ýtir á „áfram“

 

Ef kortanúmerið er það sama en nýr gildistími, ýtir þú á pennann og setur inn

Nýjan gildistíma og ýtir á „uppfæra“

 

Hversu mörg ökutæki má skrá?

Hægt er að skrá allt að tíu ökutæki undir 3,5 tonnum og ótakmarkaðan fjölda ökutækja 3,5 tonn og þyngri. 
Hægt er að skipta út ökutækjum á reikningum á einfaldan hátt undir hlekknum "ökutæki"

Hver ber ábyrgð á skráðum upplýsingum á veggjald.is?

Sá sem skráir upplýsingar á veggjald.is ber ábyrgð á því að þær séu réttar.

Þarf ég að skrá mig fyrir hverja ferð?

Nei, þú þarft þess ekki. Hægt er að greiða veggjaldið á 3 vegu.
  1. Keyra í gegn og reikningur sendur í heimbanka hjá umráða aðila / eiganda ökutækis ef engin greiðsla eða skráning finnst innan 24 klst. frá því ferð var farin.
  2. Stofna aðgang, skrá ökutæki og greiðslukort og sjálfkrafa er skuldfært eftir hverja ferð. Hægt að kaupa afsláttaferðir og skrá allt að 10 ökutæki (undir 3,5t).
  3. Ef þú vilt borga staka ferð þá skráir þú ökutækið og greiða á heimasíðunni www.veggjald.is / www.tunnel.is innan 24 klst. fyrir eða eftir ferð í gegnum göngin.

Hvað gerist við eigendaskipti ökutækja?

Við eigendaskipti ökutækis og/eða aðrar breytingar ber notanda að afskrá númer ökutækisins á veggjald.is. Einfalt er að skrá annað ökutæki, eina sem þarf að gera er að skrá nýtt skráningarnúmer. Þessi breyting hefur ekki áhrif á fyrirframgreiddar ferðir, enda eru þær tengdar aðgangi hvers og eins ökumanns en ekki einstaka ökutæki.

Hvað gerist ef ökumaður ekur í gegnum göngin á ökutæki sem hann á ekki sjálfur?

Umráðaaðili/eigandi ökutækis fær rukkun fyrir einni ferð auk innheimtugjalds í heimabanka. Hægt að kaupa eina ferð á veggjald.is óháð því hver er skráður eigandi ökutækis.

Hvað gerist ef ökutæki er skráð á nýjan notanda ?

Sá sem var með ökutækið skráð fær senda sjálfvirkan póst um að ökutæki hafi verið útskráð af hans aðgangi.

Á að skrá einkanúmer eða fastanúmer ökutækis?

Skrá skal það númer sem er á númeraplötu ökutækis (einkanúmer).
 
Ef einkanúmer er fært á milli ökutækja þarf að endurtaka þessa skráningu þannig að rétt ökutæki er skráð og útskráð eldra ökutæki þar sem það ökutæki breytist sjálfkrafa í fastanúmer ökutækis.

Hvernig afskrái ég ökutæki af aðgangi mínum?

Í tölvu: Fyrst þarf að skrá sig inn á „mitt svæði“ á https://mitt.veggjald.is/login  - smellir á nafnið þitt/strikin 3 efst í hægra horninu, velur „ökutæki“ og setur ökutækið í ruslafötuna.

Í appinu: smellir á strikin 3 neðst í hægra horninu, velur „ökutæki“  og setur ökutækið í ruslafötuna.

Hvernig skrái ég ökutæki á aðgang minn?

Í tölvu: Fyrst þarf að skrá sig inn á „mitt svæði“ á https://mitt.veggjald.is/login - smellir á nafnið þitt efst í hægra horninu, velur „ökutæki“  velur skrá ökutæki, setur inn bílnúmer og staðfestir.

Í appinu: smellir á strikin 3 neðst í hægra horninu, velur skrá ökutæki, setur inn bílnúmer og staðfestir.

Hvernig skrái ég greiðslukort á aðgang minn?

Í tölvu: Fyrst þarf að skrá sig inn á „mitt svæði“ á https://mitt.veggjald.is/login - smellir á nafnið þitt/ strikin 3 efst í hægra horninu, velur „greiðslukort“  velur skrá greiðslukort, setur inn greiðslukortanúmerið og staðfestir.

Í appinu: smellir á strikin 3 neðst í hægra horninu, velur skrá „greiðslukort“, setur inn greiðslukortanúmer og staðfestir.

Hvernig afskrái ég greiðslukort af aðgangi mínum?

Í tölvu: Fyrst þarf að skrá sig inn á „mitt svæði“ á https://mitt.veggjald.is/login - smellir á nafnið þitt/strikin 3 efst í hægra horninu, velur „greiðslukort“ og setur greiðslukortið í ruslafötuna.

Í appinu: smellir á strikin 3 neðst í hægra horninu, velur „greiðslukort“  og setur greiðslukortið í ruslafötuna.

Hvar greiði ég fyrir eina ferð?

Hægt er að greiða fyrir eina ferð:

  1. Greiða eina ferð á www.veggjald.is  -  Hver ferð gildir sólarhring frá greiðslu. 
  2. Ef keyrt er í gegn án skráningar er innheimtu krafa send í heimabanka umráðaaðila/eiganda ökutækis.
  3. Stofna aðgang á www.veggjald.is  - þar sem stök ferð gjaldfærist sjálfkrafa og hægt að kaupa fleiri ferðir á afsláttarkjörum. 

Ég hef stofnað aðgang, hvernig borga ég fyrir ferðina?

Þegar þú hefur stofnað aðgang og skráð inn greiðslukort og bílnúmer, þarft þú ekki að gera neitt frekar. Þú ekur í gegn og færð kvittun fyrir ferðinni í tölvupósti.

Þarf að borga í göngin þegar Víkurskarð er lokað?

Já það þarf alltaf að greiða fyrir ferð í gegnum Vaðlaheiðargöng. 

Þægilegast er að skrá sig á https://mitt.veggjald.is/registerAccount?language=is

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?