Fara í efni

Spurt & svarað

Innheimta

Hvað gerist ef ekið er í gegnum göngin án þess að greiða veggjaldið?

Hægt er að greiða veggjaldið án viðbótarkostnaðar á veggjald.is eigi síðar en þremur klukkustundum eftir að ekið er um göngin. Ef ekki er greitt innan þriggja klukkustunda er veggjaldið innheimt af umráðamanni/eiganda ökutækis að viðbættu álagi. Til þess að fyrirbyggja innheimtu veggjalds auk álags er einfaldast að skrá ökutækið á veggjald.is. Skráningin er án endurgjalds. Þá innheimtist veggjaldið sjálfkrafa af greiðslukorti þegar ekið er um göngin og ekkert álag bætist við.

Hvað gerist þegar fyrirframgreiddar ferðir eru búnar?

Þegar afsláttarferðir klárast verður greiðsla tekin fyrir hverja ferð af skráðu korti og gildir þá almenn verðskrá. Skráningarhafi getur farið í stillingar og beðið um að láta sig vita þegar afsláttarferðir eru að verða búnar. 

Er hægt að borga fyrir önnur en eigin ökutæki?

Ekki þarf að vera umráðamaður ökutækis til að skrá það á veggjald.is. Innskráður aðili stillir hvaða bíla hann vill hafa skráða og getur bætt við og fjarlægt að vild.

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?