Þjónustuver Vaðlaheiðarganga er aðeins með netfang vinsamlega sendið póst á veggjald@veggjald.is
Ný verðskrá tekur gildi 3. nóvember 2025 - nánar hér

Fara í efni

Spurt & svarað

Innheimta

Hversu hátt er innheimtugjaldið?

Frá og með 3.nóv. 2025 er ekkert innheimtugjald lagt ofan á veggjaldið, sama stakt gjald er hvort sem greitt er á www.veggjald.is eða krafa send í heimabanka.

Hvað gerist ef ekið er í gegnum göngin án þess að greiða veggjaldið?

Rukkun fyrir einni ferð er send í heimabanka á eiganda/umráðamann ökutækis. Ekkert innheimtugjald er lagt ofan á greiðslur í heimabanka frá og með 3.11.2025 sjá nánar í verðskrá.

Hægt er að greiða veggjaldið á veggjald.is eigi síðar en 24 klst. eftir að ekið er um göngin og allt að 24 klst. áður en ferð er farin.

Hvað gerist þegar fyrirframgreiddar ferðir eru búnar?

Þegar afsláttarferðir klárast verður greiðsla tekin fyrir hverja ferð af skráðu korti og gildir þá almenn verðskrá. Skráningarhafi getur farið í stillingar og beðið um að láta sig vita þegar afsláttarferðir eru að verða búnar. 

Er hægt að borga fyrir önnur en eigin ökutæki?

Ekki þarf að vera umráðamaður ökutækis til að skrá það á veggjald.is. Innskráður aðili velur hvaða bíla hann vill hafa skráða og getur bætt við og fjarlægt að vild.

Vakið er athygli á að ef ökutæki er ekki skráð á veggjald.is er rukkun send í heimabanka á eiganda/umráðamann ökutækis. 

Hvenær er gjaldfært?

Gjaldfærsla fer eftir því hvernig greidd er fyrir ferðina: 

  1. Sé keyrt í gegnum göngin án skráningar verður sendur reikningur í heimabanka eiganda/umráðamanns og hefur eigandi/umráðamaður 10 daga til að greiða ferðina. Ekkert innheimtugjald er lagt ofan á greiðslur í heimabanka frá og með 3.11.2025 sjá nánar í verðskrá.
  2. Ein ferð greidd á veggjald.is er gjaldfærð við kaup á ferðinni og miðast við að keyrt sé í gegnum göngin á innan við sólarhring.
  3. Stofna aðgang á veggjald.is þar sem stök ferð gjaldfærist sjálfkrafa eftir að keyrt hefur verið í gegnum göngin. Fyrirframgreiddar ferðir eru gjaldfærðar við kaup. 

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?