Þjónustuver Vaðlaheiðarganga er aðeins með netfang vinsamlega sendið póst á veggjald@veggjald.is

Fara í efni

Spurt & svarað

Greiða eina ferð

Tímabundinn aðgangur.

Greiðsla staka ferða í tímabundnum aðgangi var hætt 1. júní 2020. Við tók greiðsla stakra ferða sem gildir í sólarhring frá greiðslu. 

Hvenær er gjaldfært?

Gjaldfærsla fer eftir því hvernig greidd er fyrir ferðina: 

  1. Sé keyrt í gegnum göngin án skráningar verður sendur reikningur í heimabanka eiganda/umráðamanns ásamt innheimtugjaldi og hefur eigandi/umráðamaður 10 daga til að greiða ferðina.
  2. Ein ferð greidd á veggjald.is er gjaldfærð við kaup á ferðinni og miðast við að keyrt sé í gegnum göngin á innan við sólarhring.
  3. Stofna aðgang á veggjald.is þar sem stök ferð gjaldfærist sjálfkrafa eftir að keyrt hefur verið í gegnum göngin. Fyrirframgreiddar ferðir eru gjaldfærðar við kaup. 

Hvað gerist ef ferð er greidd/skráð en ekki farin?

Ef greitt er fyrir "eina ferð" og hún ekki farin innan sólarhrings frá kaupum er ferðin útrunnin.

Ef bíllinn er skráður í veggjald.is er ferð einungis rukkuð ef keyrt er í gegnum göngin. 

Hver er tímarammi á greiðslum fyrir ferð eða ferðir?

Hægt er að stofna tímabundinn aðgang hvenær sem er áður en ekið er í gegnum göngin en í síðasta lagi 24 eftir að ekið er í gegn.
Ef aðgangur er stofnaður áður en ekið er í gegn þurfa dagsetning og tími þegar aðgangurinn á að renna út að vera eftir að búið er að aka í gegn.

Get ég keypt fleiri en eina ferð í einu?

Einungis er hægt að greiða fyrir eina ferð í einu. Ef fara á margar ferðir bendum við á að hagstæðara getur verið að stofna aðgang og kaupa fleiri ferðir á afsláttarkjörum. 

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?