Fara í efni

Spurt & svarað

Tímabundinn aðgangur

Hvernig virkar tímabundinn aðgangur?

Með því að velja tímabundinn aðgang ertu alltaf skráð(ur) þar til tíminn sem þú ákveður rennur út.
Á því tímabili sem þú ert skráð(ur) gjaldfærist hver ferð í gegnum göngin af greiðslukortinu þínu án nokkurs aukakostnaðar.
Það er enginn lágmarksfjöldi ferða sem þér er skilt að kaupa.  Ef ekkert er ekið í gegn á samningstímanum er ekkert tekið af kortinu.

Hvenær er gjaldfært?

Hver ferð er gjaldfærð þegar ekið er í gegnum göngin.  Ekkert gjald er tekið við skráningu.

Hvað gerist ef ferð er greidd/skráð en ekki farin?

Ferð er ekki gjaldfærð nema ekið sé í gegnum göngin.

Hver er tímarammi á greiðslum fyrir ferð eða ferðir?

Hægt er að stofna tímabundinn aðgang hvenær sem er áður en ekið er í gegnum göngin en í síðasta lagi þremur klukkustundum eftir að ekið er í gegn.
Ef aðgangur er stofnaður áður en ekið er í gegn þurfa dagsetning og tími þegar aðgangurinn á að renna út að vera eftir að búið er að aka í gegn.

Er hægt að fara margar ferðir innan samningstímans?

Já, greiðsla fyrir einni ferð er tekin af uppgefnu greiðslukorti í hvert skipti sem ekið er í gegn. 

Finnur þú ekki það sem þú leitar að?